ISO VOTTUN 9001

Yrki arkitektar ehf. hafa innleitt vottað gæðakerfi á grundvelli staðalsins ISO 9001.

Með ISO-9001 gæðastjórnunarkerfinu tryggjum við gæði þjónustu okkar, skilvirk samskipti við viðskiptavini og öflugt gæðaeftirlit á hönnun og öðrum verkefnum stofunnar.

Gæðakerfi Yrkis arkitekta er í samræmi við alþjóðlega gæðastaðalinn ISO-9001 og var vottað þann 4. júlí 2008 af þar til bærum aðila hérlendis, Vottun hf.  Gæðakerfi Yrkis arkitekta hefur síðan þá staðist allar viðhaldsúttektir sem framkvæmdar hafa verið á kerfinu.

Yrki arkitektar ehf. er fyrsta arkitektastofan á Íslandi sem fær vottun á gæðakerfi sem byggt er upp samkvæmt ISO-9001.
Hvað er ISO 9001?

ISO 9001 er staðall fyrir gæðastjórnunarkerfi. Staðallinn tilgreinir kröfur sem fyrirtækið þarf að mæta til að þjónusta þess uppfylli kröfur viðskiptavina sinna og aðrar kröfur sem til þeirra eru gerðar, svo sem í lagalegu og fjárhagslegu tilliti. Árangur og öryggi eru lykilorð í uppbyggingu staðalsins.

 

Gæða- og umhverfisstefna Yrki arkitekta er:

  • Að skapa verk sem bera vott um vandaða byggingarlist, skipulag og hönnun.
  • Að þekkja þarfir viðskiptavinarins og taka mið af sjónarmiðum hans.
  • Að vita hvað skiptir máli í rekstrinum til að ná árangri.
  • Að Yrki sé þekkt að áreiðanleika í kostnaðarmarkmiðum.
  • Að fylgjast með árangri fyrirtækisins um fagmennsku, þjónustugæði og annarra lykilþátta.
  • Að lögð sé áhersla á starfsþróun, færni og umhverfisvitund starfsliðs til að ná árangri.
  • Að viðbragðsáætlanir og umbótaferli séu til staðar ef eitthvað fer aflaga.
  • Að faglegur metnaður sé undirstaða í verkum sem haldið er við með stöðugri þróun í hugmyndavinnu og þátttöku í samkeppnum.
  • Að áhersla sé lögð á að verk okkar standist opinberar kröfur og ákvæði í lögum og reglugerðum.
  • Að taka mið af umhverfisstefnu viðskiptavina og samstarfsaðila og vinna vistvænar lausnir í samræmi við óskir verkkaupa og fá vottun þar um (Breeam).
  • Að haga störfum með hliðsjón af þeim áhrifum sem starfsemin hefur á umhverfið.
  • Að kynningar á verkum Yrki séu markvissar og vandaðar og afli frekari verkefna.
BREEAM

Yrki arkitektar vottuð til að stýra BREEAM umhverfismati

BREEAM er alþjóðlegt matskerfi frá Bretlandi fyrir óháða vottun á úttekt umhverfisgæða bygginga, skipulags og innviðaverkefna.

Megin niðurstaða BREEAM úttektar er matið. Vottað mat endurspeglar umhverfisgæði bygginga, skipulags og innviðaverkefna og umhverfisvitund eiganda þeirra.

BREEAM-matið:

  • Rennir stoðum undir gæði úttektarinnar
  • Er staðfesting á umhverfisgæðum viðkomandi verkefnis
  • Býður upp á samanburð umhverfisgæða sambærilegra verkefna

Matið endurspeglast í einkunnagjöf á ensku (Acceptable, Pass, Good, Very Good, Excellent, Outstanding) og stjörnugjöf, frá einni til sex stjarna á úttektarvottorðinu

BREEAM mælir umhverfisþætti í mismunandi flokkum, frá orkubúskapi til vistfræði og metur gæði þeirra.

  • Orkubúskapur
  • Heilsa og vellíðan
  • Nýsköpun
  • Byggingarefni
  • Rekstur
  • Mengun
  • Samgöngur
  • Úrgangur
  • Vatnsnotkun
  • Vistfræði

Árið 2017 hlutu Yrki arkitektar vottun til að stýra BREEAM umhverfismati með úttektum á umhverfisgæðum nýbygginga og eldri bygginga.

Með BREEAM vistvottun bygginga tryggjum við gæði þjónustu okkar með umhverfislegum, fjárhagslegum og heilsufarslegum ávinningi fyrir viðskiptavini okkar.