ISO staðlar

Yrki arkitektar ehf. hafa innleitt vottað gæðakerfi á grundvelli staðalsins ISO 9001.

Gæðakerfi Yrkis arkitekta er í fullu samræmi við alþjóðlega gæðastaðalinn ISO-9001 og var vottað þann 4. júlí 2008 af þar til bærum aðila hérlendis, Vottun hf. Þannig hefur gæðakerfi Yrkis arkitekta því staðist staðist allar athuganir sem framkvæmdar hafa verið á kerfinu.

Yrki arkitektar ehf. er því fyrsta arkitektastofan á Íslandi sem fær vottun á gæðakerfi sem byggt er upp samkvæmt ISO-9001.

 

Hvað er ISO 9001?

ISO 9001 er staðall fyrir gæðastjórnunarkerfi. Árangur er lykilorð í uppbyggingu staðalsins. Hann tilgreinir kröfur til gæðastjórnunarkerfisins þar sem fyrirtæki þarf að sýna fram á getu sína til að láta í té vörur/þjónustu sem uppfylla kröfur viðskiptavina og viðeiganda lagalegar kröfur og auka ánægju viðskiptavina.

 

Í gæðastjórnunarkerfi Yrkis arkitekta ehf. er m.a. lögð áhersla á:

• Að þekkja þarfir viðskiptavinarins og taka mið af sjónarmiðum hans

• Að vita hvað skiptir máli í rekstrinum til að ná árangri

• Fylgjast með árangri fyrirtækisins um fagmennsku, þjónustugæði og aðra
lykilárangursþætti

• Hvernig tekið er á því sem aflaga fer, brugðist við og lært af því