UM VERKEFNIÐ
Byggingin er samblanda af sjónsteypu ásamt viðarklæðningum, sem eykur hlýju og brýtur upp áferð á ytra byrði byggingarinnar. Hönnunin aðlagast bröttu landslagi, þar sem byggingin spannar frá einni upp í þrjá hæðir, á meðan leiksvæðið umlykur lóðina með ýmist tröppum, brekkum og grænum svæðum.
Áhersla var lögð á látlausa litartóna á ytra byrði byggingarinnar í samræmi við nærlyggjandi umhverfi og náttúru, hinsvegar er litaval innandyra fjörugt og leikandi andstæða þess ytra. Hver aldurshópur hefur sitt eigið litakennileit sem einskonar leiðarvísir fyrir nemendur og starfsfólk. Í hjarta byggingarinnar er opinn samkomustaður fyrir alla sem býður upp á fjölbreytta starfsemi fyrir skólann.
FLOKKUR
Opinber bygging
TÍMABIL
2016 –
STAÐA
Á framkvæmdarstigi
STAÐSETNING
Gerplustræti 14, Mosfellsbær
STÆRÐ
9860m²
VERKKAUPI
Mosfellsbær
ÞRÍVÍDDARVINNSLA
Yrki Arkitektar
SAMSTARFSAÐILAR
VSB Verkfræðistofa, Verkís og Samson Harðarson landslagsarkitekt
VERKTAKI
Ístak