Yrki arkitektar ehf. hafa innleitt vottað gæðakerfi á grundvelli staðalsins ISO 9001.
Með ISO-9001 gæðastjórnunarkerfinu tryggjum við gæði þjónustu okkar, skilvirk samskipti við viðskiptavini og öflugt gæðaeftirlit á hönnun og öðrum verkefnum stofunnar.
Gæðakerfi Yrkis arkitekta er í samræmi við alþjóðlega gæðastaðalinn ISO-9001 og var vottað þann 4. júlí 2008 af þar til bærum aðila hérlendis, Vottun hf. Gæðakerfi Yrkis arkitekta hefur síðan þá staðist allar viðhaldsúttektir sem framkvæmdar hafa verið á kerfinu.
Yrki arkitektar ehf. er fyrsta arkitektastofan á Íslandi sem fær vottun á gæðakerfi sem byggt er upp samkvæmt ISO-9001.
Hvað er ISO 9001?
ISO 9001 er staðall fyrir gæðastjórnunarkerfi. Staðallinn tilgreinir kröfur sem fyrirtækið þarf að mæta til að þjónusta þess uppfylli kröfur viðskiptavina sinna og aðrar kröfur sem til þeirra eru gerðar, svo sem í lagalegu og fjárhagslegu tilliti. Árangur og öryggi eru lykilorð í uppbyggingu staðalsins.
Í gæðastjórnunarkerfi Yrkis arkitekta ehf. er m.a. lögð áhersla á:
- Að þekkja þarfir viðskiptavinarins og taka mið af sjónarmiðum hans
- Að vita hvað skiptir máli í rekstrinum til að ná árangri
- Fylgjast með árangri fyrirtækisins um fagmennsku, þjónustugæði og annarra lykilþátta
- viðbragðsáætlanir og umbótaferli ef eitthvað fer aflaga