UM VERKEFNIÐ
Árið 2003 var haldin boðskeppni fyrir arkitekta um byggingu þjónustuíbúða og þjónustumiðstöðvar aldraðra og hjúkrunarheimilis í Mörkinni við austurenda Suðurlandsbrautar. Tillaga Yrki arkitekta hlaut 1. Verðlaun.
Við nánari útfærslu var verkinu skipt í þrjá áfanga. Fyrsti áfanginn eru 78 þjónustuíbúðir aldraðra sem voru tilbúnar árið 2007. Annar áfanginn var hjúkrunarheimili með 113 herbergjum sem reis á árunum 2008 til 2010. Þriðji áfanginn var þjónustukringla sem tengdi saman þjónustuíbúðir og hjúkrunarheimili.
FLOKKUR
Opinber bygging, Íbúðarhúsnæði
TÍMABIL
2003 – 2019
STAÐA
Fullbyggt
STAÐSETNING
Suðurlandsbraut 58 – 66, Reykjavík
STÆRÐ
Þjónustuíbúðir : 15.074 m²
Hjúkrunarheimili : 7.697 m²
Þjónustukringla : 1.254 m²
Samtals 24.305 m²
VERKKAUPI
Hjúkrunarheimili: Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið ásamt Framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar.
Þjónustuíbúðir og þjónustukringla: Mörkin.
LJÓSMYNDIR
Nanne Springer