Yrki var stofnað árið 1997 af þeim Ásdísi Helgu Ágústsdóttur og Sólveigu Berg. Stofan var stofnuð í framhaldi af 1. verðlaunum sem þær hlutu fyrir Lækningaminjasafnið við Nesstofu á Seltjarnarnesi. Í dag starfar hjá Yrki samstilltur hópur hæfileikaríkra hönnuða í arkitektúr og skipulagi. Yrki arkitektar leggja ríka áherslu á að mæta kröfum viðskiptavina sinna á faglegan- og hagkvæman hátt.
Yrki býður upp á alhliða þjónustu á sviði arkitektúrs og skipulags.
- Hönnun nýbygginga
- Endurhönnun eldri bygginga
- Innanhússhönnun
- Hönnun innréttinga og húsgagna
- Deiliskipulagsgerð
- Rammaskipulagsgerð
- Aðalskipulagsgerð
Þjónusta Yrkis nær einnig til verksamningagerðar, eftirlits, hönnunar- og verkefnastjórnunar.
Yrki arkitektar hafa starfað í 27 ár og hafa hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga. Okkar ríka reynsla af arkitektúr og hönnun skilar sér í heilsteyptri nálgun á öll okkar verkefni þar sem umhverfi, samhengi og mælikvarði mótar verkin.
Nafnið Yrki hefur sérstaka merkingu í íslensku, – að rækta og yrkja. Nafnið vísar til sýn stofunnar um að sameina það jarðbundna og ljóðræna, að samtvinna ólíka þætti í öllum verkefnum, frá þéttbýli til náttúru.
Yrki er fyrsta arkitektastofan á Íslandi sem fær vottun á gæðakerfi samkvæmt ISO 9001 staðlinum. Með ISO 9001 gæðastaðlinum erum við að tryggja há gæði í þjónustu okkar, skilvirk samskipti við viðskiptavini og öflugt gæðaeftirlit á allri hönnun og ráðgjafaþjónustu.