08 maí Fyrsta skóflustungan tekin að hagkvæmu húsnæði í Gufunesi
Síðast liðinn miðvikudag tók Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fyrstu skóflustunguna að nýju hverfi í Gufunesi sem er sérhannað fyrir fyrstu kaupendur. Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri Þorpsins-vistfélags, segir að með nýstárlegri hönnun hverfisins sé verið að leggja grunninn að vistvænu samfélagi. Stefnt er að því að reisa 137 íbúðir. Ódýrustu íbúðirnar munu kosta minna en 20 milljónir. Frétt um skóflustunga má lesa á Visi.