29 sep Framkvæmdir að hefjast á ný við Nesstofu
Það styttist í að framkvæmdir hefjist á ný við Nesstofu á Seltjarnarnesi, en þær hafa legið niðri undanfarin ár. Ásdís Ágústsdóttir og Sólveig Berg stofnuðu Yrki arkitekta 1997 í kjölfar þess að þær urðu hlutskarpastar í samkeppni um hönnun safnsins í Nesi. Framkvæmdir hófust ekki fyrr en 2009 og stöðvuðust skömmu síðar. En nú styttist í að Náttúruminjasafn Íslands flytji í húsið.