UM VERKEFNIÐ
Mikil vinna var lögð í þarfagreiningu starfsfólks og deilda. Sú greining hjálpaði til við skipulag og hönnun á rýmum innan nýju Höfuðstöðvar Vodafone. Lögð var áhersla á sveigjanlegt vinnuumhverfi með mörgum mismunandi starfsstöðvum sem höfðu allar sinn tilgang að þjóna. Vellíðan starfsfólks var í fyrirrúmi, hugað var að því að stytta leiðir milli þeirra sem vinna saman og að auka skilvirkni í starfi og stjórnun.
Höfuðstöðvarnar hýsa meðal annars skrifstofurými, mötuneyti starfsfólks, stjórnstöð fjarskiptakerfa, þjónustuver, tækniver og -verkstæði og aðstöðu starfsfólks.
FLOKKUR
Skrifstofuhúsnæði
TÍMABIL
2015 – 2017
STAÐA
Fullbyggt
STAÐSETNING
Suðurlandsbraut 8, Reykjavík
STÆRÐ
4947 m²
VERKKAUPI
Sýn hf.