Breyting á deiliskipulagi vegna lóðarinnar Hallarmúla 2 í auglýsingu

Breyting á deiliskipulagi vegna lóðarinnar Hallarmúla 2 í auglýsingu

Yrki arkitektar hafa teiknað tillögu að glæsilegu hóteli sem stendur til að byggja við Hallarmúla 2. Á lóðinni stendur tveggja hæða verslunarhúsnæði en leyft verður að hækka bygginguna í 5 hæðir.

Efsta hæð byggingarinnar verður inndregin með þakgarði og gróðurveggjum og þar eru sólrík og skjólgóð útisvæði. Við mótun tillögunnar var horft til styrkingu á götumyndinni og vandaðri og fallegri aðkomu. Borgarráð hefur samþykkt að breyting á deiliskipulagi vegna lóðarinnar Hallarmúla 2 fari í auglýsingu