Fyrsta deiliskipulag á Íslandi í sýndarveruleika á sýningu Verk og Vit 2018

Fyrsta deiliskipulag á Íslandi í sýndarveruleika á sýningu Verk og Vit 2018

Yrki arkitektar taka þátt í stórsýningunni Verk og Vit 2018 sem nú stendur yfir í Laugardalshöll. Þar er Reykjavíkurborg með vandaðan sýningarbás til kynningar á Borgarlínu. Yrki arkitektar hönnuðu stoppistöð Borgarlínu og byggð á Heklureit. Gestum gefst færi á að skoða það deiliskipulag í sýndarveruleika þar sem þeir geta upplifað að standa á stoppistöð Borgarlínu.

Yrki arkitektar nota slíkan búnað við hönnun á skipulagi þar sem byggðin er mótuð frá upplifun gangandi vegfarenda. Sjón er sögu ríkari!

Mynd af bás Reykjavíkurborgar þar sem Yrki arkitektar bjóða gestum upp á sýndarveruleika.

Vefur Verk og Vits 2018: https://verkogvit.is/

Um verkefnið Heklureitur: https://yrki.is/portfolio_page/heklureitur-husin-holtinu/