Blikaás 1 Sambýli fyrir hreyfihamlaða

Sambýli fyrir hreyfihamlaða.

Um verkefniðBlikaás 1 í Hafnarfirði er heimili fyrir hreyfihamlaða sem er hannað af Yrki Arkitektum. Sex einstaklingsíbúðir eru í byggingunni með sameiginlegt eldhús, borðstofu og stofu. Byggingin stendur í jaðri byggðar með útsýni yfir verndunarsvæði fugla við Ástjörn. Byggingin er á einni hæð og samanstendur af tveimur ólíkum bygginarhlutum. Annars vegar er bygging sem liggur vestan og norðan megin á byggingarreitnum. Sú bygging umlykur á tvo vegu hina bygginguna sem snýr mót suðaustri. Byggingin var tilnefnt á sviði byggingarlistar til Menningarverðlauna DV árið 2002.

Flokkur:  Íbúðahúsnæði
Tímabil:  2001-2002
Staða: Fullbyggt
Staðsetning: Hafnarfirði
Stærð: 398 m2
Verkkaupi: Einkaaðili
Þrívíddarvinnsla: Yrki arkitektar 
Samstarfsaðilar: VSB verkfræðistofa hf., VSÓ Ráðgjöf hf., Lóðarhönnuðir ehf.Verktaki: Sveinbjörn Sigurðursson ehf.

Grunnmynd