RÁÐHÚS AKUREYRAR

Ráðhúsið séð frá hinum nýja Ráðhúsgarði. Einnar hæðar álma viðbyggingarinnar með Ráðhúskaffinu og samkomusalnum í bakgrunni myndarinnar.

RÁÐHÚS AKUREYRAR – VIÐBYGGING OG ENDURBÆTUR

Um verkefnið: Yrki arkitektar urðu hlutskörpust í lokaðri samkeppni um hönnun viðbyggingar og endurbóta á ráðhúsi Akureyrar. Eitt megin markmið samkeppnistillögunnar er að skapa ráðhúsi Akureyrar þann sess í samfélaginu sem það ætti að hafa.

Flokkur: Opinber bygging
Tímabil: 2021
Staða: Tillaga
Staðsetning: Akureyri
Stærð:  3700m²
Verkkaupi: Akureyrarbær
Þrívíddarvinnsla: Yrki arkitektar

Samstarfsaðilar: Landslag

Ráðhúsið séð frá einni af aðalgötum bæjarins, Glerárgötu. Ráðhúsið frá 6. áratug síðustu aldar er á vinstri hönd. Viðbyggingin með nýjum aðalinngangi er á hægri hönd.

Viðbygging ráðhússins blasir við vegfarendum á leið í miðbæ Akureyrar.

Alrýmið við nýja aðalinnganginn teygir sig yfir fjórar hæðir.

Ein skrifstofuhæðin í viðbyggingunni.