STOKKABYGGÐ VIÐ MIKLUBRAUT OG SÆBRAUT
STOKKABYGGÐ VIÐ MIKLUBRAUT OG SÆBRAUT
Um verkefnið: Reykjavíkurborg bauð fimm teymum arkitekta, landslagsarkitekta og verkfræðinga að gera tillögur að skipulagi byggðar ofan á vegstokka undir Miklubraut við gatnamót Snorrabrautar og undir Sæbraut á milli Skeiðarvogar og Vesturlandsvegar. Skipulagið átti meðal annars að gera ráð fyrir kjarnastöð tilvonandi Borgarlínu.
Flokkur: Skipulag
Tímabil: 2020-2021
Staða: Tillaga
Staðsetning: Miklabraut og Sæbraut, Reykjavík
Verkkaupi: Reykjavíkurborg
Þrívíddarvinnsla: Yrki arkitektar
Samstarfsaðilar: DLD landslagsarkitektar, Hnit verkfræðistofa
Afstöðumynd er sýnir hina nýju byggð ofan á Miklubrautarstokknum við gatnamót Snorrabrautar
Horft til norðurs eftir nýju Snorrabrautinni, sem er lífæð nýju byggðarinnar með verslunum, þjónustu og íbúðum.
Við nýju Snorrabrautina er Herdísartorg, nefnt í höfuðuð á konu Snorra Sturlusonar – sólríkt borgartorg við kjarnastöð Borgarlínu.
Frá Herdísartorgi liggja göngu- og hjólastígar til suðausturs um almenningsgarða og torg íbúðabyggðarinnar.
Afstöðumynd er sýnir hina nýju byggð ofan á Sæbrautarstokknum.
Vogatorg með kjarnastöð Borgarlínu er miðsvæðis í nýju byggðinni.
Hér er horft frá Vogatorginu til norðurs eftir hinum nýja Dugguvogi, sem er lífæð nýju byggðarinnar með verslunum, þjónustu og íbúðum.
Frá Vogatorgi liggja göngu- og hjólastígar um almenningsgarða og torg íbúðabyggðarinnar.