
10 ágú Yrki hlýtur verðlaun fyrir hönnun á Höfuðstöðvum Vodafone
Breska fagtímaritið BUILD veitti Yrki arkitektum verðlaun fyrir Höfuðstöðvar Vodafone sem tímaritið útnefnir bestu innanhússhönnun á skrifstofuhúsnæði 2018. Yrki er jafnframt útnefnt sem framsæknasta arkitektastofa ársins af tímaritinu.
BUILD er mánaðarrit sem fjallar um það sem er að gerast í hönnunar- og byggingargeiranum um allan heim og er þetta fjórða árið í röð sem tímaritið veitir þessi verðlaun. Bæði stór og smá fyrirtæki í mörgum flokkum hljóta náð fyrir augum dómnefndarinnar sem skipuð er fyrsta flokks fagfólki.
Umfjölluna má lesa hér.
Meira um verkefnið á vef Yrkis.