FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA TEKUR SKÓFLUSTUNGU AÐ NÆSTA ÁFANGANUM Í GUFUNESI

FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA TEKUR SKÓFLUSTUNGU AÐ NÆSTA ÁFANGANUM Í GUFUNESI

Síðastliðinn þriðjudag tók Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, skóflustungu að næsta áfanga hagkvæms húsnæðis í Gufunesi. 65 litlar og meðalstórar íbúðir bætast við þær 45 íbúðir í fyrsta áfanga, en bygging þeirra er vel á veg kominn. Stefnt er að því að reisa 137 hagkvæmar íbúðir er leggja grunninn að vistvænu samfélagi í Gufunesi. Sagt var frá skóflustungunni í kvöldfréttum RÚV siðastliðinn miðvikudag. Fréttatímann má nálgast hér.