DEILISKIPULAG VIÐ HLEMM OG NÁGRENNI

Deiliskipulagsuppdráttur er sýnir skipulagssvæðið frá Snorrabraut til vesturs að Katrínartúni til austurs

DEILISKIPULAG VIÐ HLEMM OG NÁGRENNI

Um verkefnið: Nýtt deiliskipulag fyrir Hlemm og nágrenni sem fellir tvær eldri deiliskipulagsáætlanir úr gildi. Samhliða voru gerðar breytingar á mörkum aðliggjandi deiliskipulagsáætlanna. Tilgangur tillögunnar var að stækka Hlemmtorg með því að loka fyrir bílaumferð. Deiliskipulagið nær yfir Hlemm og aðliggjandi götur sem verða fyrir áhrifum vegna breytinga á umferðarstýringu í grennd við Hlemm.

Meginmarkmiðið er að gera Hlemmi hátt undir höfði sem mikilvæg miðstöð almenningssamgangna ásamt því að gegna nýju hlutverki sem matarmarkaður með möguleika á útiveitingaaðstöðu. Einnig að styrkja Hlemmtorg sem almenningssvæði með aðgengi fyrir alla.

Skipulagssvæðið afmarkast af Snorrabraut, Grettisgötu austan Snorrabrautar og Borgartúni að Katrínartúni. Meðal viðfangsefna eru umferðarskipulag innan skipulagssvæðisins, stækkun Hlemmtorgs og deiliskipulag fyrir tvo afmarkaða reiti innan svæðisins, það eru hinn svo kallaði Bankareitur sunnan Hlemms og  götureiturinn vestan Hlemms að Snorrabraut.

Flokkur: Skipulag
Tímabil: 2019-2020
Staða: Skipulagsvinnu lokið
Staðsetning: Hlemmur og nágrenni, Reykjavík
Verkkaupi: Reykjavíkurborg
Þrívíddarvinnsla: Yrki arkitektar

Samstarfsaðilar: Hönnuðir nýs Hlemmtorgs, DLD í Reykjavík og Mandaworks, Stokkhólmi

Skuggavarp við Hlemm og mögulegt umfang nýbygginga

Bankareiturinn

Reiturinn á milli Hlemms og Snorrabrautar