REINVENTING CITIES

VISTVÆNT SKIPULAG OG HÖNNUN Í GUFUNESI

Um verkefnið: Yrki arkitektar eru hluti af teymi hönnuða, umhverfissérfræðinga og fjárfesta er varð hlutskarpast í alþjóðlegu samkeppninni Reinventing Cities 2021/2022 á vegum C40 samtakanna um vistvæna nýtingu gömlu bryggju áburðarverksmiðjunnar og nánasta umhverfis í Gufunesi. C40 samtökin eru samstarfsverkefni borgarstjóra í nærri því hundrað borgum víðsvegar um heiminn er stuðla að aðgerðum í glímunni við loftslagsvandann. Í tillögunni er gert ráð fyrir að gamla bryggjan verði nýtt undir byggingu líkamsræktarstöðvar og veitingastaðar. Við bryggjuna rís fjölbýlishús með gróðurhúsum, leikskóla og matvöruverslun er selur lífræna matvöru. Allt byggingarefni er vistvænt og að stórum hluta til endurnýtt. Gert er ráð fyrir almenningssamgöngum með rafbátum frá bryggjunni í miðbæ Reykjavíkur.

Flokkur: Skipulag, atvinnu- og íbúðahúsnæði
Tímabil: 2021-
Staða: Tillaga
Staðsetning: Gufunes, Reykjavík
Verkkaupi: Þorpið vistfélag
Þrívíddarvinnsla: Yrki arkitektar

Samstarfsaðilar: Þorpið vistfélag, Environice, Vatnaskil, Exa Nordic

Suðurhliðin í morgunsólinni.

Afstöðumynd

Snið í líkamsræktarstöðina á bryggjunni.

Snið í fjölbýlið.

Þakhæð fjölbýlisins með gróðurhúsi.

Horft frá fjölbýlinu til bryggjunnar.

Bryggjuhúsið.

Valdar síður úr skýrslu teymisins.