HÖNNUNARSAMKEPPNI um Saltfisksetur Íslands, Grindavík
HÖNNUNARSAMKEPPNI um Saltfisksetur Íslands, Grindavík
Um verkefnið: Tillagan fékk 1.verðlaun í hönnunarsamkeppni um Saltfisksetur Íslands. Sýning á sögu saltfiskvinnslu á Ísland. Framkvæmdir eru áfangaskiptar. Fyrsti áfangi felst í byggingu sýningarskála og tengibyggingar og var lokið fyrsta áfanga 2002. Markmið setursins er að halda á lofti sögu saltfiskverkunar og safna minjum um þessa mikilvægu atvinnugrein, en Grindavík hefur löngum verið eins konar höfuðborg saltfisksins á Íslandi. Grunntónn byggingarinnar er einfaldleiki og látleysi. Lögð er rík áhersla á tengsl við núverandi hafnarumhverfi. Yfirbragð byggingarinnar skírskotar til þeirrar sýningar er hún hýsir, sýningu Björns G. Björnssonar um sögu saltfiskvinnslu í nálægð við höfn, báta og haf.
Flokkur: Opinber bygging
Tímabil: 2002-2003
Staða: 1.áfangi fullbyggður
Staðsetning: Grindavík
Stærð: 1.062m2
Verkkaupi: Grindavíkurbær
Samstarfsaðilar: Ístak