REYKJAVÍK Á TÍMAMÓTUM – MIKLABRAUT OG SÆBRAUT Í STOKK

REYKJAVÍK Á TÍMAMÓTUM – MIKLABRAUT OG SÆBRAUT Í STOKK

15.6. hélt borgarstjóri Reykjavíkur opinn fund um tillögur um Miklubrautarstokk og Vogabyggðarstokk. Fimm hópar arkitekta, landslagsarkitekta, hönnuða og verkfræðinga kynntu tillögur sínar um hönnun stokkanna og byggðar á hvoru svæði fyrir sig, en Yrki arkitektar ásamt DLD landslagsarkitektum og Hnit verkfræðistofu voru meðal hópanna fimm. Streymi af kynningarfundinum má sjá hér.