TILLAGA YRKI ARKITEKTA AÐ SKIPULAGI VIÐ MIKLUBRAUT OG SNORRABRAUT VALIN

TILLAGA YRKI ARKITEKTA AÐ SKIPULAGI VIÐ MIKLUBRAUT OG SNORRABRAUT VALIN

Síðla árs 2020 bauð Reykjavíkurborg fimm þverfaglegum teymum þátttöku í hugmyndaleit um skipulag byggðar á fyrirhuguðum vegstokkum yfir Sæbraut við Vogahverfi og Miklubraut við Snorrabraut. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur valið tillögu Yrki arkitekta, í samstarfi við Hnit verkfræðistofu og DLD landlagsarkitekta, til nánari útfærslu. Ýmsir fjölmiðlar hafa fjallað um erindið. Hér má sjá fréttir Kjarnans, RÚV og Vísis. Smellið á heiti fjölmiðilsins.