Hjúkrunarheimili, íbúðir fyrir eldri íbúa og þjónustukringla í Mörkinni | yrki.is
1326
portfolio_page-template-default,single,single-portfolio_page,postid-1326,bridge-core-1.0.4,ajax_fade,page_not_loaded,,qode_grid_1200,qode-content-sidebar-responsive,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-18.0.9,qode-theme-bridge,wpb-js-composer js-comp-ver-5.7,vc_responsive

Hjúkrunarheimili, íbúðir fyrir eldri íbúa og þjónustukringla í Mörkinni

HÖNNUNARSAMKEPPNI UM byggingu þjónustuíbúða og þjónustumiðstöðvar aldraðra og hjúkrunarheimilis í Mörkinni. 

Um verkefnið: Árið 2003 var haldin boðskeppni fyrir arkitekta um byggingu þjónustuíbúða og þjónustumiðstöðvar aldraðra og hjúkrunarheimilis í Mörkinni við austurenda Suðurlandsbrautar. Tillaga Yrki arkitekta hlaut 1. Verðlaun.
Við nánari útfærslu var verkinu skipt í þrjá áfanga. Fyrsti áfanginn eru 78 þjónustuíbúðir aldraðra sem voru tilbúnar árið 2007. Annar áfanginn var hjúkrunarheimili með 113 herbergjum sem reis á árunum 2008 til 2010. Þriðji áfanginn var þjónustukringla sem tengdi saman þjónustuíbúðir og hjúkrunarheimili.
Tímabil: 2003 -2018
Staða: 1. og 2.áfangi fullbyggður.
Staðsetning: Suðurlandsbraut 58, 60, 62, 64, 66, Reykjavík
Stærð: Þjónustuíbúðir 15.074 m2. Hjúkrunarheimili 7.697 m2 . Þjónustukringla 1.254 m2. Samtals 24.305 m2.
Verkkaupi: Hjúkrunarheimili: Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið ásamt Framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar. Þjónustuíbúðir og þjónustukringa: Mörkin.
Þrívíddarvinnsla: Arnar Gunnarsson og Yrki arkitektar

Samstarfsaðilar: Hönnun hf, VJI, Landslag ehf, Mannvit, JÁVERK, Akustikon Hljóðtækniráðgjöf ehf, Verkfræðistofa Jóhanns Indriðasonar ehf., Verkís, Hnit, Verkhönnun