2019

Mörkin hlýtur verðlaun breska arkitektúrtímaritsins BUILD sem “Best Public Residential Project”.

Um verkefnið: Árið 2003 var haldin boðskeppni fyrir arkitekta um byggingu þjónustuíbúða og þjónustumiðstöðvar aldraðra og hjúkrunarheimilis í Mörkinni við austurenda Suðurlandsbrautar. Tillaga Yrki arkitekta hlaut 1. Verðlaun.
Við nánari útfærslu var verkinu skipt í þrjá áfanga. Fyrsti áfanginn eru 78 þjónustuíbúðir aldraðra sem voru tilbúnar árið 2007. Annar áfanginn var hjúkrunarheimili með 113 herbergjum sem reis á árunum 2008 til 2010. Þriðji áfanginn var þjónustukringla sem tengdi saman þjónustuíbúðir og hjúkrunarheimili.
Tímabil: 2003 -2018
Staða: 1. og 2.áfangi fullbyggður.
Staðsetning: Suðurlandsbraut 58, 60, 62, 64, 66, Reykjavík
Stærð: Þjónustuíbúðir 15.074 m2. Hjúkrunarheimili 7.697 m2 . Þjónustukringla 1.254 m2. Samtals 24.305 m2.
Verkkaupi: Hjúkrunarheimili: Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið ásamt Framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar. Þjónustuíbúðir og þjónustukringa: Mörkin.
Þrívíddarvinnsla: Arnar Gunnarsson og Yrki arkitektar
Samstarfsaðilar: Hönnun hf, VJI, Landslag ehf, Mannvit, JÁVERK, Akustikon Hljóðtækniráðgjöf ehf, Verkfræðistofa Jóhanns Indriðasonar ehf., Verkís, Hnit, Verkhönnun

2018

Höfuðstöðvar Vodafone. Verðlaun fyrir bestu innanhússhönnun á skrifstofuhúsnæði.

Um verkefnið: Breska fagtímaritið BUILD veitti Yrki arkitektum verðlaun fyrir Höfuðstöðvar Vodafone sem tímaritið útnefnir bestu innanhússhönnun á skrifstofuhúsnæði 2018. Mikil vinna var lögð í þarfagreiningu starfsfólks og deilda og sú greining hjálpaði til við skipulag og hönnun á rýmum. Lögð var áhersla á sveigjanlegt vinnuumhverfi með mörgum mismunandi starfsstöðvum sem höfðu allar sinn tilgang að þjóna. Vellíðan starfsfólks var í fyrirrúmi, hugað var að því að stytta leiðir milli þeirra sem vinna saman og að auka skilvirkni í starfi og stjórnun.

Flokkur: Opinber bygging

Tímabil: 2015-2017

Staða: Fullbyggt

Staðsetning: Suðurlandsbraut

Stærð: 4947m2

Verkkaupi: Fjarskipti

Þrívíddarvinnsla: Yrki arkitektar

Samstarfsaðilar: Ferill, Verkhönnun, Verkfræðístofa Þráins og Benedikts, Verkís.

2017

Stúdentagarðar Sæmundargötu 21. 1. Sæti í alútboði

Um verkefnið: Tillaga Yrki arkitekta var valin til framkvæmda í alútboði. Nýju stúdentagarðarnir samanstanda af 244 íbúðareiningum sem skiptast í einstaklingsíbúðir, paraíbúðir og einstaklingsherbergi. Einstaklingsherbergin deila saman alrými, eldhúsi, forstofu og setustofu.  
Flokkur: Opinber bygging
Tímabil: 2017-
Staða: Samkeppni lokið
Staðsetning: Sæmdunargata 21, Reykjavík
Stærð:  13.750 m2
Verkkaupi: Félagsstofnun súdenta
Þrívíddarvinnsla: Yrki arkitektar
Samstarfsaðilar: Ístak, Lota ehf,  VHÁ Verkfræðistofa og Verkís verkfræðistofa

2017

Hlíðarfjall. Tillaga Yrki arkitekta að uppbyggingu Hlíðarfjalls var valin til útfærslu í einkaframkvæmd

Um verkefnið: Tillagan snýr að uppbyggingu svæðisins og nýtingu þess yfir sumartímann. Tillaga að byggingum, búnaði, hjóla-, reið- og gönguleiðum með áningastöðum. Tillagan fékk sérstakt hrós frá verkkaupa fyrir metnaðarfulla tillögu og flotta framtíðarsýn á svæðið. 
Flokkur: Skipulag, samkeppni
Tímabil: 2016
Staða: Samkeppni lokið
Staðsetning: Hlíðarfjall, Akureyri
Verkkaupi: Akureyrarbær
Þrívíddarvinnsla: Yrki arkitektar

2017

Heklureitur. Tillaga Yrki arkitekta hlaut fyrsta sæti í lokaðri hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag svæðis meðfram samgöngu- og þróunarás við Laugaveg

Um verkefnið: Hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag svæðis meðfram samgöngu- og þróunarás við Laugaveg
Flokkur: Skipulag, samkeppni
Tímabil: 2017
Staða: Samkeppni lokið
Staðsetning: Reykjavík
Stærð:  40.000 m2
Verkkaupi: Reykjavíkurborg
Þrívíddarvinnsla: Yrki arkitektar

2017

Skóli í Dalshverfi. Yrki arkitektar hlutu 2. sæti í lokaðri samkeppni um leik- og grunnskóla í Reykjanesbæ

Um verkefnið: Lokuð hugmyndasamkeppni um leik- og grunnskóla í Reykjanesbæ.
Flokkur: Opinber bygging
Tímabil: 2017
Staða: Samkeppni lokið
Staðsetning: Reykjanesbær
Stærð: 9525 m2
Verkkaupi: Reykjanesbær
Þrívíddarvinnsla: Yrki arkitektar

2017

Höfuðstöðvar WOW AIR.  Lokuð samkeppni þar sem tillaga Yrki arkitekta hlaut þriðja sæti. 

Um verkefnið: Tillaga Yrki arkitekta hlaut þriðja sæti í lokaðri samkeppni um Höfuðstöðvar Wow Air. Áhersla var lögð á að greina þau atriði er tryggja framúrskarandi byggingu með tilliti til umhverfisvitundar, sjálfbærni ásamt mannauðs og hverjar kröfurnar eru sem ber að uppfylla á hönnunartíma, byggingartíma og líftíma byggingarinnar. Atriðin sem höfð voru í huga við hönnun byggingarinnar voru: Umhverfisstjórn, heilsa og vellíðan, orkubúskapur, samgöngur, efnisval, neysluvatn og fráveita, úrgangur og endurvinnsla, vistfræði, mengun og nýsköpun.
Flokkur: Samkeppni, skrifstofuhúsnæði
Tímabil: 2016
Staða: Samkeppni lokið
Staðsetning: Kársnes, Kópavogur
Stærð: 16.426 m2
Verkkaupi: Wow Air
Þrívíddarvinnsla: Yrki arkitektar

2016

Yrki arkitektar í samvinnu við VSB, Verkís og Samson B. Harðarson hlutu 1.sæti í útboði Mosfellsbæjar fyrir nýjan grunnskóla í Helgafellshverfi.

Um verkefnið: Skólinn á að geta rúmað allt að 110 leikskólabörn og 600 grunnskólanemendur á aldrinum eins til fimmtán ára. Í skólanum á að vera hægt að samþætta nám, leik- og frístundastarf, bæði innan skóladagsins og innan skólaársins og milli skólastiga. Áætluð endanleg heildarstærð skólabyggingarinnar er um 7.300 m2  á tveimur hæðum. Gert er ráð fyrir að skólinn verði byggður í fjórum áföngum á 10 ára tímabili.

Flokkur: Opinber bygging
Tímabil: 2016-2017
Staða: Hönnun lokið
Staðsetning: Gerplustræti 14, Mosfellsbær
Stærð:  9500 m2
Verkkaupi: Mosfellsbær
Þrívíddarvinnsla: Yrki arkitektar
Samstarfsaðilar: VSB Verkfræðistofa, Verkís og Samson B Harðarson Landslagsarkitekt
Verktaki: Ístak

2016

1.Verðlaun í samkeppni um nýtt húsnæði bæjarstjórnar Garðabæjar, Garðatorgi.

Um verkefnið: 1.Verðlaun í hönnunarsamkeppni. Innan- og utanhússbreytingar á núverandi húsnæði. Hönnun á fundaraðstöðu, samkomustað og sýningarrými fyrir bæjarskrifstofur Garðabæjar. 
Tímabil: 2015-2017
Staða: Í byggingu
Staðsetning: Garðatorg 7, Garðabær
Stærð: 407.4  m2
Verkkaupi: Garðabær
Þrívíddarvinnsla: Yrki arkitektar

Samstarfsaðilar:  VSB Verkfræðistofa, Verkhönnun Verkfræðiráðgjöf, Mannvit, Verkís

2015

1.Verðlaun í samkeppni um skipulag við Borgartún / Nóatún

Um verkefnið: Vorið 2015 fór Reykjavíkurborg í hugmyndaleit vegna komandi deiliskipulagsvinnu við Borgartún 18-24 og Nóatún 4. Lögð var áhersla á að skoða frekari uppbyggingarmöguleika á reitnum, bílastæðafyrirkomulag og að byggðin mæti bæði þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað í Borgartúni en einnig smágerðri íbúðabyggð sunnan við reitinn. Yrki Arkitektar urðu hlutskarpastir og vinna í framhaldinu nýtt deiliskipulag fyrir reitinn.
Tímabil:  2015
Staða: Tillaga
Staðsetning: Borgartún, Reykjavík
Stærð:  11.300 m2
Verkkaupi: Reykjavíkurborg
Þrívíddarvinnsla: Yrki arkitektar

2015

Vigtahúsið Þorlákshöfn – Hlaut heiðursviðurkenningu úr alþjóðlegri samkeppni A’Design Award

Um verkefnið: Vigt fyrir löndun og aðstaða fyrir hafnarvörð
Tímabil: 2007 – 2009
Staða: Fullbyggt
Staðsetning: Höfnin á Þorlákshöfn
Stærð: 100 m2
Verkkaupi: Sveitarfélagið Ölfus
Samstarfsaðilar: Mannvit

2014

2.Verðlaun í samkeppni um endurnýjun iðnaðarhverfis í Kópavogi, Nýbýlavegur og Auðbrekka

Um verkefniðYrki Arkitektar hlutu 2. Verðlaun í samkeppni um endurnýjun iðnaðarhverfis í Kópavogi, við Nýbýlaveg og Auðbrekku. Markmið með verkefninu var að leggja fram hugmyndir að nýju hlutverki fyrir svæðið og skapa nýtt yfirbragð svo það yrði bæði áhugavert og eftirtektarvert fyrir íbúa, fyrirtæki og viðskiptavini.
Tímabil: 2014
Staða: Samkeppnistillaga
Staðsetning: Kópavogur
Þrívíddarvinnsla: Yrki arkitektar 

2014

Sjúkrahótel Landspítalans við Hringbraut. Yrki arkitektar ásamt GlámuKím, Conis og Raftákni varð hlutskarpast í útboði. 

Um verkefnið: Sjúkrahótelið verður fyrsta nýbyggingin í heildaruppbyggingunni sem fram undan er á Landspítala Hringbraut. Það verður tekið í notkun árið 2017. Í sjúkrahótelinu verða 75 herbergi. Húsið rís á norðvesturhluta lóðar spítalans milli kvennadeildahúss, K-byggingar og Barónsstígs. Sjúkrahótelið verður fjórar hæðir og kjallari. Byggingin er 4.258 fermetrar að stærð eða 14.780 rúmmetrar með kjallara og tengigöngum sem tilheyra hótelinu. Innan gengt verður milli sjúkrahótelsins og Barnaspítalans / kvennadeilda. Aðalhönnuðir sjúkrahótelsins eru Koan-hópurinn sem samanstendur af arkitektastofunum Glámu-Kími og Yrki arkitektum ásamt verkfræðistofunum Conís og Raftákni. Til ráðgjafar voru Verkís (eldvarnir og hljóðvist) og Verkhönnun (BREEAM – vottun). Hljóðvistarhönnun og brunatæknileg hönnun var unnin í samstarfi við Verkís og forhönnun, skipulagsgerð, hönnun gatna og lóðar var unnin af Spital-hópnum. Húsið verður prýtt með steinklæðningum, listaverki eftir Finnboga Pétursson myndlistarmann samkvæmt samkomulagi við Listskreytingarsjóð.

Tímabil: 2015 – 2016
Staða: Í byggingu
Staðsetning: Reykjavík
Stærð:  4.258 m2
Verkkaupi: LSH – Landspítali háskólasjúkrahús

Þrívíddarvinnsla: Yrki arkitektar 
Samstarfsaðilar: Aðalhönnuðir hússins eru KOAN-hópurinn. Hann samanstendur af eftirtöldum aðilum.

Arkitektúr og hönnun: Yrki arkitektar ehf

Gláma/Kím Arkitektar

Burðarþol og lagnir: Conís ehf

Hljóð- og brunahönnun: Verkís

Raflagnir: Raftákn ehf

Listaverk: Finnbogi Pétursson listamaður

2012

Innkaup í samkeppni um viðbyggingu við Sundhöll Reykjavíkur

Um verkefnið: Samkeppnistillaga að viðbyggingu og útilaug við Sundhöll Reykjavíkur
Tímabil: 2013
Staða: Innkaup
Staðsetning: 101 Reykjavík
Stærð: 890 m2
Verkkaupi: Reykjavíkurborg

2011

Hjúkrunarheimili í Mörkinni – Nýbygging tilnefnd til Menningarverðlauna DV á sviði byggingarlistar

Um verkefnið: Árið 2003 var haldin boðskeppni fyrir arkitekta um byggingu þjónustuíbúða og þjónustumiðstöðvar aldraðra og hjúkrunarheimilis í Mörkinni við austurenda Suðurlandsbrautar. Tillaga Yrki arkitekta hlaut 1. Verðlaun.
Við nánari útfærslu var verkinu skipt í þrjá áfanga. Fyrsti áfanginn eru 78 þjónustuíbúðir aldraðra sem voru tilbúnar árið 2007. Annar áfanginn var hjúkrunarheimili með 113 herbergjum sem reis á árunum 2008 til 2010. Þriðji áfanginn var þjónustukringla sem tengdi saman þjónustuíbúðir og hjúkrunarheimili.

2011

Yrki Arkitektar hlutu sérstaka viðurkenningu Lagnafélags Íslands

Um verkefnið: Sérstök viðurkenning fyrir góða samvinnu við gerð lagna- og loftræsikerfa í Hjúkrunarheimili að Suðurlandsbraut 66, 108 Reykjavík
Tímabil:  2010
Staða: Fullbyggt
Staðsetning: Mörkin, Reykjavík
Stærð: 7.967 m2
Verkkaupi: Heilbrigðisráðuneytið / Reykjavíkurborg
Þrívíddarvinnsla: Arnar Gunnarsson 
Samstarfsaðilar: Hönnun hf, VJI, Landslag ehf, Mannvit, JÁVERK, Akustikon Hljóðtækniráðgjöf ehf, Verkfræðistofa Jóhanns Indriðasonar ehf., Verkís, Hnit, Verkhönnun

2009

Vigtahús Þorlákshöfn – Nýbygging tilnefnd til Menningarverðlauna DV á sviði byggingarlistar

Um verkefnið: Vigt fyrir löndun og aðstaða fyrir hafnarvörð.
Tímabil: 2007 – 2009
Staða: Fullbyggt
Staðsetning: Höfnin á Þorlákshöfn
Stærð: 100 m2
Verkkaupi: Sveitarfélagið Ölfus
Samstarfsaðilar: Mannvit

2005

Innkaup fyrir tillögu Yrki arkitektar í samkeppni um hönnun þjónustubygginga og umhverfi þeirra á Hallsholti við Gufuneskirkjugarð. 

Um verkefnið:Í samkeppni um hönnun þjónustubygginga og umhverfi þeirra á Hallsholti við Gufuneskirkjugarð hlutu Yrki Arkitektar innkaup á tillögu. Markmið tillögunnar var að skapa á staðnum friðsæld og ákjósanlega umgjörð fyrir aðstandendur sem kveðja látna einstaklinga í hinsta sinn. Áhersla var lögð á að höfða til allra án tillits til trúar og að svæðið beri með sér fallegt og hlýlegt heildaryfirbragð.
Tímabil: 2005
Staða: Samkeppnistillaga
Staðsetning: Hallsvegi 13, Reykjavík
Stærð: 3.510 m2
Verkkaupi: Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæmis
Þrívíddarvinnsla: Arnar Gunnarsson

2003

1.Verðlaun í samkeppni um heildarskipulag og hönnun bygginga Markarholts í Mörkinni

Yrki Arkitektar hlutu 1. Sæti í samkeppni um heildarskipulag og hönnun bygginga Markarholts í Mörkinni. Markmið tillögunnar var að skapa friðsælt samfélag eldri borgara og að Markarholt yrði líkt og lítið þorp þar sem íbúar blómstra og njóta sín. Markarholtið myndi þannig veita öryggi og ánægju í lifandi og opnu samfélagi fyrir íbúa jafnt sem gesti.

2002

Ísheimar 11, frystigeymsla SAMSKIPA Reykjavík. 1.sæti í útboði. Samvinna við Keflavíkurverktaka

Um verkefnið: Tillaga valin til byggingar. Yrki Arkitektar í samvinnu við Keflavíkurverktaka hlutu 1.sæti í útboði Samskipa fyrir frystigeymslu sína, Ísheimar II. Tillagan skapar byggingu sem fellur inn í umhverfið sitt, gámastæður á höfninni. Litur og skipting á klæðningunni passa nákvæmlega við stærð gámanna.
Tímabil: 2002 – 2004
Staða: Fullbyggt
Staðsetning: Sundahöfn, Reykjavík
Stærð: 2.280 m2
Verkkaupi: Samskip
Samstarfsaðilar:
Rafmagn: Rafhönnun
Burðarþol og lagnir: Hönnun ehf.
Verktaki: Keflavíkurverktakar

2002

Sambýli – Blikaási 1, Hafnarfirði. Nýbygging tilnefnd til Menningarverlauna DV á sviði byggingarlistar. 

Um verkefnið: Sambýli fyrir hreyfihamlaða
Tímabil:  2001-2004
Staða: Fullbyggt
Staðsetning: Hafnarfirði
Stærð: 398 m2
Verkkaupi: Einkaaðili
Þrívíddarvinnsla: Yrki arkitektar 
Samstarfsaðilar: VSB verkfræðistofa hf., VSÓ Ráðgjöf hf., Lóðarhönnuðir ehf.Verktaki: Sveinbjörn Sigurðursson ehf.

2001

1.verðlaun í samkeppni um Saltfisksetur Íslands, Grindavík. Tillaga unnin í samstarfi við Ístak. 

Um verkefnið: Sýning á sögu saltfiskvinnslu á Ísland. Framkvæmdir eru áfangaskiptar. Fyrsti áfangi felst í byggingu sýningarskála og tengibyggingar og var lokið við áfanga eitt í ágúst 2002. 
Tímabil:  2002-2003
Staða: 1.áfangi fullbyggður
Staðsetning: Grindavík
Stærð: 1062 m2
Verkkaupi: Grindavíkurbær
Samstarfsaðilar: Ístak

1997

1. Verðlaun í opinni hönnunarsamkeppni um Lækningaminjasafni á Seltjarnarnesi.

Um verkefnið: Yrki arkitektar hlutu 1. verðlaun í opinni hönnunarsamkeppni fyrir tillögu sína að Lækningaminjasafni á Seltjarnarnesi
Tímabil:  2007
Staða: Bygging fokheld. Fullnaðarhönnun lokið.
Staðsetning: Seltjarnarnes
Stærð:  1.360 m2
Verkkaupi: Seltjarnarnesbær og Menntamálaráðuneytið
Þrívíddarvinnsla: Arnar Gunnarsson

Samstarfsaðilar: Lagnir, loftræsting og burðarþol: VSB Verkfræðistofa. Rafmagn: VST Verkfræðistofa. Verktaki: S.Þ. Verktakar