Sumar í Hlíðarfjalli

Veitingastaður á tindi Hlíðarfjalls, við Blátind, með útsýni yfir allan Eyjafjörðinn.

HUGMYNDASAMKEPPNI UM UPPBYGGINGU HLÍÐARFJALLS

Um verkefnið: Tillagan snýr að uppbyggingu svæðisins og nýtingu þess yfir sumartímann. Tillaga að byggingum, búnaði, hjóla-, reið- og gönguleiðum með áningastöðum. Tillagan fékk sérstakt hrós frá verkkaupa fyrir metnaðarfulla tillögu og flotta framtíðarsýn á svæðið. 
Flokkur: Skipulag, samkeppni
Tímabil: 2016
Staða: Samkeppni lokið
Staðsetning: Hlíðarfjall, Akureyri
Verkkaupi: Akureyrarbær
Þrívíddarvinnsla: Yrki arkitektar

Hótel/Íbúðarhótel. Bygging hótels tekur mið af þeim byggingum sem fyrir eru og nær því að fanga staðarandann. Miðasala, veitingasala, íbúðarhótel og hótel.

Varðan, sumar jafnt sem vetur. Harðgert skilti, „varða“, stendur við helstu leiðir og áningastaði til að merkja leiðir og kynna staðhætti. Vörðurnar standa árið um kring og geta lýst upp svæði og varðað þannig leiðir í myrkri.