Höfuðstöðvar WOW Air

HÖNNUNARSAMKEPPNI UM HÖFUÐSTÖÐVAR WOW AIR

Um verkefnið: Tillaga Yrki arkitekta hlaut þriðja sæti í lokaðri samkeppni um Höfuðstöðvar Wow Air. Áhersla var lögð á að greina þau atriði er tryggja framúrskarandi byggingu með tilliti til umhverfisvitundar, sjálfbærni ásamt mannauðs og hverjar kröfurnar eru sem ber að uppfylla á hönnunartíma, byggingartíma og líftíma byggingarinnar. Atriðin sem höfð voru í huga við hönnun byggingarinnar voru: Umhverfisstjórn, heilsa og vellíðan, orkubúskapur, samgöngur, efnisval, neysluvatn og fráveita, úrgangur og endurvinnsla, vistfræði, mengun og nýsköpun. 
Flokkur: Samkeppni, skrifstofuhúsnæði
Tímabil: 2016
Staða: Samkeppni lokið
Staðsetning: Kársnes, Kópavogur
Stærð:  16.426 m2
Verkkaupi: Wow Air
Þrívíddarvinnsla: Yrki arkitektar

Ytra flæði

Innra flæði og inngangar

Gróður og rými

Aðkoma og lóð. Útsýni er til allra átta. Áhersla lögð á aðkomu gangandi og hjólandi að byggingunni. Hjóla- og göngustígar fléttast saman við suður og norðurhluta útisvæða og móta og afmarka útirými.

Ytri ásýnd, suðurhlið.

Ásýnd, Norðurhlið. Sú hlið snýr að sjó og er klædd álgluggakerfi með opnum og lokuðum glerflekum. Hrynjandi klæðningunnar tekur mið af síbreytilegu öldum sjávarins fyrir framan bygginguna

Ásýnd, Suðurhlið. Að sunnanverðu eru glerfletir klæddir lerkiklæðningu. Því eru vinnurýmin fyrir innan  varin fyrir sterkri sólarbirtu.

Móttökurými Wow Air. Opið listagalleri tengt útirýmum og veitingastaður.

Garður til suðurs, tengdur eldhúsi og matsal.

Byggingin skiptist í fjóra kjarna. Í miðju hvers kjarna er opið rými með birtu frá þakglugga sem nær niður á jarðhæð.

Grunnmynd. Megin aðstaða starfsmanna eru opin vinnurými og miðast er við að auðvelt sé að breyta fyrirkomulagi.

Bílahús er í kjallara. Grænar og gróðursælar opnanir eru á sunnanverðri lóð. Skábraut fyrir bíla er vestan við bygginguna en skábraut fyrir hjól austanmegin. Hjólageymslur eru í kjallara.