Söluhús við Ægisgarð

SÖLUHÚS VIÐ ÆGISGARÐ

Um verkefnið: Framkvæmdum er lokið við byggingu sex söluhúsa og almenningssalernis við Ægisgarð. Söluhúsin eru leigð út af Faxaflóahöfnum til fyrirtækja í ferðaþjónustu, en þau koma í staðinn fyrir nokkur söluhús er voru komin til ára sinna. Verkefnið er á grundvelli deiliskipulags unnið af Yrki arkitektum í samstarfi við Faxaflóahafnir, en húsin við Ægisgarð eru önnur þyrping sölu- og þjónustuhúsa við Vesturbugt gömlu hafnarinnar. Gert er ráð fyrir annari þyrpingu sölu- og þjónustuhúsa við Rastargötu.

Söluhúsin eru tengd saman með viðarpöllum með bekkjum og geymsluskúrum undir alls kyns búnað. Öguð hönnun söluhúsanna, með sín einföldu form og takamarkað úrval af byggingarefnum, koma í staðinn fyrir óreiðu gömlu söluskúranna. Hinn litli mælikvarði húsanna kallar á vandaðar deililausnir.

Húsin voru tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands 2021.

Flokkur: Atvinnuhúsnæði
Tímabil: 2018-202
Staða: 1. áfangi fullbyggður
Staðsetning: Ægisgarður við gömlu höfnina í Reykjavík
Stærð:  480m²
Verkkaupi: Faxaflóahafnir sf
Þrívíddarvinnsla: Yrki arkitektar

Samstarfsaðilar: Hnit, Verkís og Mannvit verkfræðistofur, E. Sigurðsson verktaki

Við Ægisgarð

Horft úr einu af stærri söluhúsunum til austurs

Horft úr einu af stærri söluhúsunum til austurs

Í einu af stærri söluhúsunum

Deiliskipulag fyrir Vesturbugt

Fyrir breytingu

Eftir breytingu

Uppfært deiliskipulag fyrir Ægisgarð