Miðbakkinn í Reykjavík

HUGMYND AÐ FRAMTÍÐARUPPBYGGINGU MIÐBAKKANS Í REYKJAVÍK

Um verkefnið: Tillaga Yrki arkitekta að framtíðaruppbyggingu Miðbakkans við gömlu höfnina í Reykjavík. Tillagan gerir ráð fyrir 150 herbergja hóteli ásamt hágæða þjónustuíbúðum á vegum The Four Seasons hótelkeðjunnar og íbúða-, atvinnu- og þjónsustuhúsnæði á 33.500m². Um er að ræða fyrstu drög og hugmyndin er að þróa tillöguna áfram í samstarfi við Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir, en tillagan var um daginn lögð inn sem fyrirspurn til skipulagssviðs borgarinnar. Stefnt er að því að skapa fjölnota rými bæði utan- og innandyra þar sem almenningsrými, móttaka alþjóðlegra farþegaskipa, verslanir, veitingastaðir, kaffihús, hótel og íbúðir glæða Miðbakkann lífi og tengja hann við miðborgina. Sjá einnig færslu um þetta verkefni á fréttasíðu okkar.

Flokkur: Skipulag
Tímabil: 2020
Staða: Tillaga
Staðsetning: Miðbakkinn í Reykjavík
Stærð:  33.500m²
Verkkaupi: Einkaaðili
Þrívíddarvinnsla: Yrki arkitektar

Horft til norðvesturs. Miðbakkinn við Geirsgötu.

Almenningsrými.

Almenningsrými.

Möguleg nýting.

Almenningsrými, græn svæði, útisvæði og samgöngur.

Ýmsar hugmyndir.

Sniðmyndir.