26 feb Vígsla vitans við Sæbraut
Vitinn við Sæbraut var formlega vígður með hátíðlegri athöfn föstudaginn 7. febrúar. Karlakór Reykjavíkur og karlakórinn Fóstbræður sameinuðu krafta sína og fluttu nokkur vel valin lög....
Vitinn við Sæbraut var formlega vígður með hátíðlegri athöfn föstudaginn 7. febrúar. Karlakór Reykjavíkur og karlakórinn Fóstbræður sameinuðu krafta sína og fluttu nokkur vel valin lög....
Yrki arkitektar eru ein af þremur stofum sem komust í úrslit í samkeppni um aðalskipulag Suðurnesjabæjar....
Alþjóðlega hótelkeðjan Hyatt Hotels Corporation og Reitir fasteignafélag hafa undirritað sérleyfissamning um rekstur Hyatt Centric hótels að Laugavegi 176. Hótelið verður til húsa í gamla sjónvarpshúsinu við Laugaveg. Stækkun þess er á grundvelli ramma- og deiliskipulags sem voru unnin af Yrki arkitektum. Frétt um undirritun...
Íslenskar arkitektastofur sem eru aðilar að Grænni Byggð - vettvangi um sjálfbæra þróun byggðar - hafa stofnað undirskrifatsíðu þar sem arkitektastofur eru hvattar til að slást í hóp þeirra er lýsa yfir neyðarástandi vegna loftslagsvár og ógnun vistkerfa. Nánari upplýsingar má finna hér....
Reykjavíkurborg hefur auglýst breytingu á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðs hagkvæms húsnæðis í Gufunesi. Yrki arkitektar unnu deiliskipulagsbreytinguna í samvinnu við Þorpið - Vistfélag. Finna má eldri fréttir um þetta verkefni á þessari síðu. Kynninguna á deiliskipulagsbreytingunni má sjá hér. ...
Grein um Yrki arkitekta birtist í fylgiriti nýjasta tölublaðs Viðskiptablaðsins 26. september, en fylgiritið er helgað fyrirtækjum er hafa verið valin sem fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2019. Greinina má nálgast hér....
Runólfur Ágústsson verkefnastjóri hjá Þorpinu - Vistfélagi var gestur í útvarpsþætti Lísu Pálsdóttur, Flakk síðastliðinn laugardag. Þar sagði hann frá fyrirhugaðri byggð í Gufunesi í Grafarvogi. Ætlunin er að reisa um 125 tveggja til fjögurra herbergja smáíbúðir á hagkvæmu verði. Verkefnið er hannað af Yrki...
Breska fagtímaritið BUILD hefur veitt Yrki arkitektum verðlaun fyrir hjúkrunarheimilið og þjónustumiðstöð og íbúðir aldraðra við Suðurlandsbraut 58-66 sem "Best Public Residential Project". Upplýsingar um verðlaunin og vinningshafa má nálgast hér....